Frístundamiðstöðin Kampur og ÍTR fá viðurkenninguna Stofnun ársins 2016

Umhverfi Íþróttir og útivist

""
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynnti niðurstöður úr könnuninni um Stofnun ársins Borg og bær í Hörpunni í gær að viðstöddu fjölmenni. Frístundamiðstöðin Kampur, Skrifstofa Íþrótta og tómstundaráðs, Frístundamiðstöðin Frostaskjól, Norðlingaskóli, Frístundamiðstöðin Miðberg og Fossvogsskóli hlutu viðurkenningar.
Þetta er ellefta árið í röð sem SFR stéttarfélag kynnir niðurstöður úr könnuninni um Stofnun ársins en könnunin sem er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Fjármála - og efnahagsáðuneytið. Val á Stofnun ársins er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum sem starfa hjá 142 stofnunum.
 
Stofnanir Reykjavíkurborgar fengu fjölda viðurkenninga að þessu sinni.
 
Stofnun ársins Borg og bær í flokki stærri stofnana er Frístundamiðstöðin Kampur með einkunnina 4,419.
Stofnun ársins Borg og bær í flokki minni stofnana er Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur með einkunnina 4,902.
 
Titilinn Hástökkvari fær sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Í ár er það Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur sem hlýtur þann titil (auk þess að vera Stofnun ársins Borg og bær í flokki minni stofnana).
 
Fjórum öðrum stofnunum í hvorum flokki er veitt viðurkenningar með því að útnefna þau Fyrirmyndarstofnanir 2016.
Fyrirmyndarstofnanir í flokki stærri stofnana eru: Frístundamiðstöðin Frostaskjól, Norðlingaskóli, Frístundamiðstöðin Miðberg og Orkuveita Reykjavíkur.
 
Fyrirmyndarstofnanir í flokki minni stofnana eru: Leikskólinn Vallarsel á Akranesi, Fossvogsskóli, Grafarvogslaug, Umhverfis- og skipulagssvið -skrifstofa sviðsstjóra og Landupplýsingadeild.


Könnun meðal félagsmanna er unnin í samstarfi við SFR stéttarfélag, VR og fjármála- og efnahagsráðuneytið og framkvæmd af Gallup. Þetta er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og var úrtakið tæplega 50.000 manns.
 
Nánari upplýsingar um Stofnun ársins 2016