Endurskilgreining götuhliða við Hverfisgötu og Laugaveg við Hlemm

Skipulagsmál

""
Endurskilgreining götuhliða vegna starfsemiskvóta við Hverfisgötu-suðurhlið, nr. 4- 62 og Laugaveg við Hlemm.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þann 13. apríl sl. að kynna drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, varðandi starfsemiskvóta við götur í miðborginni.
 
Drög að breytingartillögu voru í framhaldinu send til hagsmunaaðila í miðborginni. Í breytingartillögunni felst að ákvæði um lágmarkshlutfall smásöluverslunar á jarðhæðum lækkar úr 50% í 30% við viðkomandi götuhliðar. Jafnframt er kveðið á um að engin ein starfsemi má taka yfir meira en 50% jarðhæðanna, nema smásöluverslun.
 
Breytingartillagan nær annarsvegar til götuhliða við suðurhluta Hverfisgötu, nr. 4-62 og hinsvegar götuhliða við Laugaveg, milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs. Áformað er að samþykkja tillöguna í lögformlega kynningu með 6 vikna athugasemdafresti í lok maí.

Nálgast má drög að aðalskipulagsbreytingu hér:
 
Tengill: