Nýlega var haldinn íbúafundur fyrir öll fjögur hverfi Árbæjar í Fylkishöll um framtíðarsýn hverfisins. Hlutur barna er töluverður og voru tvær 12 ára stúlkur teknar tali af því tilefni en þær tóku þátt í að gera líkön af hverfinu.
Nadia Marfil Somo og Yrsa Tryggvadóttir eru 12 ára og hafa mikinn áhuga á hverfinu sínu í Árbæ. Þær eru í 6. bekk í Árbæjarskóla og tóku þátt í Skapandi samráði með skólafélögum sínum og starfsfólki Reykjavíkurborgar. Þær unnu að líkani sem síðan varð sýnt á samráðfundi 2. júní í Fylkishöll þar sem íbúum í Árbæ gafst kostur á að fræðast og koma með hugmyndir.
Nadia og Yrsa mættu á staðinn og fylgdust áhugasamar með fullorðna fólkinu pæla í hverfinu, ræða við sérfræðinga og fylla út hugmyndamiða sem stóðu til boða.
„Okkur finnst gott að heyra skoðanir annarra og við virðum þær,“ segir Yrsa. „Við fengum líka að segja okkar hugmyndir á öðrum fundi.“
Þær eru stoltar af þátttöku sinni í þessu verkefni og finnst merkilegt að sjá þetta allt í heild í Fylkishöllinni. „Við höfum lært ýmislegt um hverfið okkar og svo fengum við einnig að vita margt um miðbæ Reykjavíkur,“ segir Nadia.
Þeim finnst gaman að sjá þær hugmyndir sem hafa komið fram og að hægt sé að breyta hverfinu eða bæta við kaffihúsi eða leikvelli svo eitthvað sé nefnt. Þá voru þær ánægðar að fá að taka þátt í samráði um hverfið og að hafa eitthvað að segja þótt þær væru ungar.
Tengill