Hádegisgöngurnar í Grasagarði Reykjavíkur eru vinsælar. Á morgun, fimmtudaginn 4. ágúst, verður fræðst um býflugurnar og blómin.
Fimmtudaginn 4. ágúst verða býflugur heimsóttar í Grasagarðinum í Laugardal auk þess sem litið verður til humla og geitunga og þau blóm skoðuð sem gagnast þessum duglegu flugum síðla sumars. Þá er aldrei að vita nema hunangssmakk úr Laugardalnum verði í boði fyrir áhugasama.
Jóna Valdís Sveinsdóttir yfirgarðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum og Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins leiða þessa léttu og skemmtilegu hádegisgöngu.
Jóna Valdís Sveinsdóttir yfirgarðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum og Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins leiða þessa léttu og skemmtilegu hádegisgöngu.
Gangan er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Býflugnaræktendafélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands.
Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 12 fimmtudaginn 4. ágúst.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!