Áhugaverð tölfræði um þjónustu við börnin í borginni

Velferð Skóli og frístund

""
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samantekt um þjónustu við börn í Reykjavík. Markmiðið er að gefa yfirsýn yfir þjónustu við börn, sundurgreinda eftir hverfum.
Með því að rýna í hvernig þjónusta við börn hefur þróast er hægt að sjá hvar er best að ráðast í ný verkefni í þágu barna og ungmenna á árinu 2016.
 
Meðal þess sem horft er til í samantektinni er hlutfall þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð, upplýsingar um fjölda barna sem vísað er til sérfræðiþjónustu skóla og skoðaðar eru  ástæður tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Sagt er frá virkni-úrræðinu TINNA fyrir einstæða foreldra og börn þeirra í Breiðholti.
 
Finna má ítarupplýsingar um helstu breytur og þróun í þjónustu sem skipt geta máli fyrir börn og barnafjölskyldur.