Ætla að finna tækifærin í Hlíðunum

Stjórnsýsla Umhverfi

""
Íbúum í Hlíðum er boðið til samráðsfunda um hverfisskipulag en þar fá hugmyndir þeirra að njóta sín.    Nemendur í skólum hverfisins hafa undanfarið gert líkan af borgarhlutanum og verður það í veigamiklu hlutverki á samráðsfundunum. 
Haldnir verða tveir íbúafundir í Hlíðum um hverfisskipulagið:
  • Íbúafundur vegna Hlíðahverfis og Suðurhlíða verður haldinn  í Hlíðaskóla þriðjudaginn 17. maí kl. 19.30 – 21.00. Opna á Facebook
  • Íbúafundur fyrir Háteigshverfi, Holt og Norðurmýri verður haldinn  í Háteigsskóla miðvikudaginn 18. maí kl. 19.30 – 21.00. Opna á Facebook
Viðburðirnir eru einnig boðaðir á Facebook (tenglar að framan) og eru íbúar hvattir til að láta vita af komu sinni.  Allir áhugasamir um framtíð borgarhlutans eru velkomnir.
 
Sú hugmynd að nýta líkön til að auðvelda samtal um framtíðarsýn hverfisins byggir á erlendri fyrirmynd sem hölluð hefur verið Skapandi samráð (Planning for Real). Markmið samráðsins er að nýta reynslu íbúa af nærumhverfi þeirra og er aðferðin hönnuð þannig að allar raddir fái áheyrn.
 
Með hjálp einfaldra líkana af hverfum borgarinnar er rætt um kosti og galla og þannig skapaður grundvöllur að nýrri framtíðarsýn þar sem meðal annars er horft til eftirfarandi þátta:
  • Hvaða þjónustu vantar?
  • Hvar eru tækifæri í þínu hverfi?
  • Hvaða breytingar viltu sjá á þínu nánasta umhverfi og jafnvel eigin húsnæði?
 
Það eru nemendur í 6. bekkjum hverfisins sem eiga heiður að líkanasmíðinni og nutu þau leiðsagnar kennara og starfsfólks umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. 
 
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur undanfarið unnið með ráðgjöfum að gerð hverfisskipulags og verður afrakstur þeirrar vinnu kynntur á fundumum, jafnframt því sem leitað verður eftir hugmyndum íbúa og viðbrögðum þeirra.
 
Nánari Upplýsingar um hverfisskipulag má sjá á vef verkefnisins www.hverfisskipulag.is