Vesturgarður klárar 4. græna skrefið

Velferð Umhverfi

""

Það var föstudaginn 11. sept. sem Vesturgarður kláraði skref 4 í grænu skrefunum, en þetta er fjórði vinnustaðurinn innan borgarinnar sem nær þessu markmiði. Grænu skrefin ganga út á það að hugsa vel um umhverfið og að gera vinnustaðinn vistvænni, hvort sem það er að flokka rusl, nota vistvænni samgöngur, huga vel að notkun rafmagns o.fl. Sjá nánar um grænu skrefin hér https://graenskref.reykjavik.is.  

Þess má geta að við upphaf grænu skrefanna hjá Vesturgarði haustið 2012, fékk vinnustaðurinn sér reit í Heiðmörk til að vinna að kolefnisjöfnun, en markmiðið með þessu verkefni er að planta trjám til að vinna á móti t.d. útblæstri bíla sem notaður er á vinnutíma. Sjá má myndir af afrakstri þessa verkefnis hér með á myndunum.

Það var Hrönn Hrafnsdóttir verkefnastjóri grænu skrefanna og Björn Blöndal sem veittu Vesturgarði viðurkenninguna, en það voru þau Sigþrúður Erla framkvæmdastjóri og Hörður Heiðar verkefnastjóri sem veittu viðurkenningunni móttöku.

Vesturgarður skorar hér með á aðrar stofnanir og svið borgarinnar til að gera slíkt hið sama, þ.e. halda áfram að safna grænum skrefum.