Tíu sóttu um stöðu safnstjóra

Menning og listir

""

Tíu sóttu um stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur sem auglýst var laus til umsóknar í síðasta mánuði. Umsóknarfrestur rann út þann 6. apríl sl. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Umsækjendur um stöðuna eru:

Auður Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður;

Halldóra Arnardóttir, listfræðingur;

Jón Andri Óskarsson, nemi;

Kristbjörg Ýrr Jónasdóttir, forstöðumaður;

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, list- og fagurfræðingur

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður;

Tryggvi Jónsson, aðstoðarveitingastjóri;

Yean Fee Quay, deildarstjóri;

Æsa Sigurjónsdóttir, dósent.



Listasafn Reykjavíkur hýsir þrjú megin söfn í þremur sýningarhúsum; safn Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni, safn Jóhannesar Kjarvals á Kjarvalsstöðum og safn verka Erró í Hafnarhúsi. Listasafn Reykjavíkur hefur jafnframt umsjón með myndverkum á almannafæri í eigu borgarinnar. 



Safnstjóri er listrænn stjórnandi með ábyrgð á sýningadagskrá og annarri faglegri starfsemi safnsins í samræmi við alþjóðlegar siðareglur, lög og samþykktir. Safnstjóri ber einnig ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu safnsins. Undir verksvið heyra fjármál, starfsmannamál og framkvæmd ákvarðana menningar- og ferðamálaráðs og borgaryfirvalda sem að safninu snúa. 



Næsti yfirmaður er sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs sem fer með framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Sviðsstjóri ræður safnstjórann til fimm ára að höfðu samráði við menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og getur ákveðið að framlengja ráðningu safnstjóra einu sinni til næstu fimm ára.



Gert er ráð fyrir að tillaga um ráðninguna liggi fyrir eigi síðar en í byrjun maí og að nýr safnstjóri taki til starfa í ágúst. Hafþór Yngvason, sem hefur stýrt Listasafni Reykjavíkur sl. 10 ár, lætur af störfum í haust.

Sjá nánar um hlutverk og starfsemi safnsins