Loka verður tímabundið nokkrum götum í miðborginni og í Túnum til að hægt sé að þrífa þær, en í Reykjavík eru götur þvegnar einu sinni á ári. Hefðbundin aðferð að setja skilti með tilkynningu um þrif síðdegis daginn áður gekk ekki. Göturnar sem um ræðir eru Ránargata, Bárudaga, Hrannarstígur, Lindargata, Vatnsstígur, Eiríksgata, Njálsgata, Grettisgata, Bergþórugata, Samtún, Hátún og Miðtún.
„Ekki gekk að hreinsa umræddar götur þar sem bílar lögðu í þær jafn óðum, þrátt fyrir skilti þar sem tilkynnt var um fyrirhugaða hreinsun og því þarf að reyna við þær aftur,“ segir Björn Ingvarsson stjórnandi þjónustumiðstöðvar borgarlandsins.
Í þetta sinn verður ekki aðeins merkt daginn fyrir heldur verður götunum lokað fyrir umferð frá um klukkan 8:00 þar til hreinsun hefur farið fram.
- Ránargata - 9.júní
- Bárugata - 9.júní
- Hrannarstígur - 9.júní
- Bergþórugata - 10.júní
- Samtún - 10.júní
- Grettisgata - 11.júní
- Lindargata - 11. og 12.júní
- Vatnsstígur - 11. og 12.júní
- Eiríksgata - 12.júní
- Njálsgata - 12.júní
- Hátún - 15.júní
- Miðtún - 16.júní
Hreinsun gatna er á lokasprettinum eins og áætlanir gera ráð fyrir. Sjá nánar á upplýsingasíðu hreinsunar reykjavik.is/hreinsun > http://reykjavik.is/hreinsun