Þeir sem standa fyrir þrettándabrennum hafa ákveðið að fresta þeim til næstu helgar vegna veðurs. Dagskrá og aðrar tímasetningar eru óbreyttar.
• Þrettándabrenna í Vesturbænum verður föstudaginn 9. janúar kl. 18 við KR-heimilið í Frostaskjóli.
• Þrettándagleðin í Grafarvogi verður laugardaginn 10. janúar og hefst með blysför 17:50, en kakó og kyndlasala er frá kl. 17:15.
• Þrettándagleðin í Grafarholti verður laugardaginn 10. janúar og hefst með göngu kl. 18:30 frá Guðríðarkirkju.
Þrettándahátíð Vesturbæjar
Þrettándabrenna Vesturbæjar við Ægisíðuna verður á föstudag 9. janúar. Hátíðin hefst við KR - heimilið kl. 18, þar sem við sungin verða nokkur lög og eftir það verður gengið að brennunni við Ægisíðuna. Um kl. 18.30 verður kveikt í brennunni og flugeldasýning um kl. 18.45.
Mikill fjöldi hefur sótt brennuna við Ægissíðu undanfarin ár og biðja aðstandendur gesti um að fara varlega með skotelda.
Þrettándagleði Grafarvogsbúa
Að venju verður hin árlega Þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin á brennustæðinu við Gufunesbæinn.
Hátíðarhöldunum hefur verið frestað til laugardagsins 10. janúar og hefjast þau kl. 17:15 með kakó- og kyndlasölu við Hlöðuna, þar sem Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög.
Kl. 17:50 leggur blysför af stað upp að brennu og kveikt verður í brennunni kl. 18:00. Þá tekur við skemmtun á sviði. Hátíðarhöldunum lýkur svo kl. 18:30 með skottertusýningu í boði Íslenska gámafélagsins og Gufunesbæjar.
Þrettándagleði í Grafarholti
Þrettándagleðin í Grafarholti verður haldin laugardaginn 10. janúar og er dagskrá að öðru leyti hefðbundin. Hist er við Guðríðarkirkju milli 18 -18:30 og þaðan farin blysför inn í Leirdal þar sem brenna, söngur, jólasveinar, púkar, flugeldasýning og skemmtiatriði taka við.
Áætlað er að tendra í brennunni um klukkan 19:30 og gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki um klukkustund síðar.