Stúlkur lásu best í Miðborg, Vesturbæ og Hlíðum

Skóli og frístund

""

Stóra upplestrarkeppnin stendur nú sem hæst. Stúlkur voru sigursælar á lokahátíð keppninnar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum sem haldin var í Ráðhúsinu þriðjudaginn 17. mars. 

Fjórtán nemendur úr 7. bekk kepptu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni í Miðborg og Vesturbæ. Jana Björg Þorvaldsdóttir úr Melaskóla varð í fyrsta sæti, í öðru sæti lenti skólasystir hennar Karólína Einarsdóttir og í því þriðja Freyja Stígsdóttir úr Austurbæjarskóla. Keppendur lásu upp texta eftir Guðrúnu Helgadóttur og Anton Helga Jónsson ljóðskáld.  Á lokahátíðinni skemmtu nemendur úr 5. bekk Austurbæjarskóla með söng og hljóðfæraleik. Pétur Hafþór Jónsson stjórnaði.  

Dómnefnd var skipuð Björk Einisdóttur, Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur, Sólveigu Pálsdóttur og Ævari Þór Benediktssyni.

Í Stóru upplestrarkeppninni er litið svo á að allir séu sigurvegarar, enda er hún mikill skóli í framsetningu á góðum texta og framkomu.