Opinn íbúafundur um Háaleitisbraut og Grensásveg vegna framkvæmda við göngu- og hjólastíga.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hverfisráð Háaleitis og Bústaða boða opinn fund með íbúum til að kynna væntanlegar framkvæmdir á Grensásvegi og Háaleitisbraut sem felast í því að skapa betri aðstæður fyrir gangandi og hjólandi og auka umferðaröryggi.
Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar fundinn, fulltrúar umhverfis- og skipulagssviðs kynna framkvæmdir og fulltrúar hverfisráða og íbúasamtaka ávarpa fundargesti.
Fundurinn er haldinn í Breiðagerðisskóla fimmtudaginn 12. mars 2015 klukkan 20.00 í samstarfi við Íbúasamtök Bústaða- og Fossvogshverfis og Íbúasamtök Háaleitis.
Allir eru velkomnir – kaffi á könnunni.