Haldinn verður hverfafundur með íbúum í Hlíðum, Holtum og Norðurmýri að Kjarvalsstöðum annað kvöld þriðjudaginn 22. september klukkan 20.
Á fundinum gefst íbúum tækifæri til að ræða við borgarstjóra og sérfræðinga hjá Reykjavíkurborg um málefni hverfisins. Til umræðu verður allt sem tengist hverfinu, framkvæmdir, þjónusta og hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir öll hverfi Reykjavíkur. Hverfisskipulaginu er ætlað að auðvelda skipulag, áætlanagerð og hvetja fólk til að hafa aukin áhrif á hverfið sitt.
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í lifandi umræðum um hverfið.