Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Álfheima og Gnoðarvogs eru á lokastigi. Að undanförnu hefur verið unnið við undirbúning vegna lagna og lýsingar, en vegna næstu verkþátta þarf að loka gatnamótunum tímabundið til sunnudags.
Tillaga um hringtorgið var sett fram í lýðræðisverkefninu Betri hverfi og fékk brautargengi í íbúakosningu, en yfir 300 greiddu því atkvæði. Reikna má með truflunum á umferð vegna framkvæmdanna út næstu viku en gert er ráð fyrir að fara í umhverfisfrágang og gróðursetningu þegar framkvæmdum við hringtorgið sjálft lýkur.
Nánari upplýsingar í framkvæmdasjá: Betri hverfi 2015 - Laugardalur