Nagladekkjum fækkar á milli ára

Umhverfi Samgöngur

""

Færri bifreiðar fara um götur borgarinnar á nagladekkjum en áður. Þrátt fyrir ófærð og hálku í desember 2014 fjölgaði ekki nagladekkjum. 70% bílstjóra velja aðra kosti en nagladekk undir bifreiðar í Reykjavík.

Hlutdeild negldra dekkja í Reykjavík var 31% í desember en 69% bifreiða reyndust á ónegldum samkvæmt talningu sem gerð var 17. desember. Á sama tíma árið 2013 voru 32% bifreiða á negldum og 33% árið 2012.

Talning 13. nóvember sl sýndi að 25% bifreiða voru á negldum dekkjum en var 28% á sama tíma árið áður. Hlutdeild negldra dekkja verður því minni með hverju árinu sem líður.

Reykjavíkurborg mælir ekki með nagladekkjum á götum borgarinnar m.a. sökum hávaða- og svifryksmengunar, auk þess eyða nagladekk malbiki hundraðfalt meira en önnur dekk. Þá eyða bifreiðar á negldum dekkjum meira eldsneyti en á ónegldum.

Nagladekk eru leyfileg í Reykjavík á tímabilinu 1. nóvember til 15. apríl ár. Dýpt mynsturs í hjólbörðum hefur áhrif á hversu gott grip þeirra er en í nýrri reglugerð um gerð og búnað ökutækja er krafist þriggja millimetra lágmarksdýptar mynsturs á vetrardekkjum fólksbifreiða.

Tengill

Meira um nagladekk

Talning í desember 2014