Kynbundinn launamunur lækkar jafnt og þétt

Stjórnsýsla Atvinnumál

""

Kynbundinn launamunur er á hraðri niðurleið hjá Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í greiningu sem Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Helgi Guðmundsson hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Í greiningunni sem er unnin upp launagögnum Reykjavíkurborgar kemur eftirfarandi fram.

Þegar litið er á borgina sem eina heild hefur kynbundinn launamunur farið úr 13,5% árið 2007 og 3,5% árið 2014.

Sé þetta skoðað út frá málaflokkum lækkar kynbundinn launamunur úr 8,7% árið 2007 í 2,3% árið 2014.

 

Kynbundinn launamunur kynning

Kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg 2013 - 2014