Kvikmyndafræðsla í Bíó Paradís

Skóli og frístund

""

Á vormisserinu verður börnum og ungmennum í grunnskólum Reykjavíkur boðið upp á kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís. Markmiðið er að kynna viðurkenndar gæðamyndir frá ýmsum löndum og lykilmyndir í kvikmyndasögunni.  

Meðal kvikmynda sem sýndar verða í þessari fræðslu er Sagan af Pi, Hugó, franska teiknimyndin Málverkið og Pókahontas. Þá verður myndin um Billy Elliot sýnd í tilefni af uppsetningu Borgarleikhússins á þeirri sögu. Kennarar fá undirbúningsefni fyrir sýningar og hugmyndir að ritgerðum að sýningum loknum, auk þess sem sýndar verða stiklur og glærur á undan vissum sýningum til nánari fræðslu.

Fulltrúar Náttúruskóla og Jafnréttisskóla Reykjavíkur munu jafnframt útbúa stuðningsefni fyrir kennara vegna undirbúnings og úrvinnslu fyrir tilteknar kvikmyndir. Upplýsingar þess efnis verða sendar á skóla.

Sjá kynningarbækling