Eftirlíkingum húsgagna sem voru í eigu Reykjavíkurborgar var fargað í dag.
Húsgögnunum var safnað saman á gangi Ráðhússins, en um var að ræða sófa og stóla af tveimur stærðum eða alls 42 stykki. Rétthafi á framleiðslu Le Corbusier húsgagna, ítalski framleiðandinn Cassina, krafðist þess að eftirlíkingunum, sem verið hafa í Ráðhúsinu yrði fargað.
Umboðsaðili Cassina var mættur í Ráðhúsið í dag til að fylgjast með að rétt væri farið að förgun eftirlíkinganna. Farið var með sessur til förgunar í Sorpu og járngrindurnar í Hringrás.
Málinu telst þar með lokið af hálfu borgarinnar