Ákveðið hefur verið að breyta tímasetningum við íbúalýðræðisverkefnið Betri hverfi.
Á fundi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs þann 7. september sl. var lögð fram og samþykkt eftirfarandi tillaga um breytingu á framkvæmd Betri hverfa fyrir árið 2016.
„Lagt er til að í stað þess að næsta hugmyndasöfnun fyrir Betri hverfi fari fram að hausti 2015 verði miðað við að hún fari fram snemma árs 2016. Kosningar í Betri hverfum verði þá með haustinu 2016. Tíminn fram að því að hugmyndasöfnun fer af stað verði nýttur til að fara yfir niðurstöður úttektar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á Betri Reykjavík og Betri hverfum og tillögur að breyttu fyrirkomulagi á Betri hverfum mótaðar út frá henni.“
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð vísaði tillögunni til samþykktar hjá borgarráði, og var hún samþykkt á fundi þess þann 17. september sl.