Í næstu viku heldur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opinn fund með íbúum í Árbæ. Fundurinn verður í Árbæjarskóla þriðjudaginn 24. mars kl. 20.00.
Borgarstjóri verður með opna fundi í öllum hverfum borgarinnar á næstu misserum. Til umræðu á fundunum verður allt sem tengist hverfinu, framkvæmdir, þjónustukannanir og hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir öll hverfi Reykjavíkur. Hverfisskipulagið sýnir hvar styrkleikar hverfisins liggja og er því ætlað að auðvelda skipulag, áætlanagerð – og hvetja fólk til að hafa aukin áhrif á sitt hverfi.
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta framtíð Reykjavíkur.