
Ásta Guðrún Beck hefur verið ráðin í nýtt starf starf erindreka á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Hún mun m.a. vinna með nýskipuðu stjórnkerfis- og lýðræðisráði að auknu gagnsæi og samráði í samskiptum við íbúa og sinna lögfræðilegum málefnum.
Ásta Guðrún lauk embættisprófi í lögfræði (cand.jur) frá Háskóla Íslands árið 1996 og diplomaprófi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2003. Hún hefur unnið síðastliðin 13 ár innan opinberrar stjórnsýslu, lengst af sem lögfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands.
Ásta Guðrún hefur í störfum sínum sinnt verkefnastjórnun, gæðamálum, hönnun og þróun upplýsingakerfa og lögfræðilegri ráðgjöf. Hún hefur einnig unnið að upplýsingaöryggi og persónuvernd.
Hún hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara 1.febrúar.