Loftgæði rýrna vegna gosmengunar

Velferð Umhverfi

""

Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Völundarhús í Grafarvogi var klukkan 14.00 um 500 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk annars staðar í Reykjavík í dag. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með eldsumbrotunum í Holuhrauni og áhrifum þeirra og gefur út viðvaranir ef þörf er á. Á vefsíðu Heilbrigðiseftirlitsins má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík en þar er hægt að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs og annarra efna.

Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Völundarhús í Grafarvogi var klukkan 14.00 um 500 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk annars staðar í Reykjavík í dag.

Heilbrigðiseftirlitið vísar í töflu á heimasíðu Almannavarna en þar kemur fram að ef styrkur fer yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra. Fólki sem er viðkvæmt í lungum er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með mælingum á loftgæðum á http://reykjavik.is/loftgaedi eða á vef Umhverfisstofnunar.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands má vænta þess að svipuð mengun verði á morgun í Reykjavík vegna veðurfars.