Listahátíð í Reykjavík sett við Tjörnina

Mannlíf Menning og listir

""

Fjöldi fólks lagði leið sína niður að Tjörn til að hlýða á nýtt tónverk Högna Egilssonar sem var opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík. Listahátíð býður upp á spennandi dagskrá og er yfirskritin að þessu sinni Ekki lokið og vísar í hið skapandi ferli sem er aldrei lokið.

Hátt í fimm hundruð listamenn frá um tuttugu löndum taka þátt í eða eiga verk á þessari viðamiklu og fjölbreyttu hátíð, á yfir 60 tónleikum, leiksýningum, kvikmyndasýningum, gjörningum og myndlistarsýningum. Mörg verkanna eru samin sérstaklega fyrir eða frumflutt á hátíðinni. 
 
Stór samstarfsverkefni listamanna úr ólíkum áttum einkenna hátíðina en einnig minni viðburðir og sýningar einstakra listamanna. Nokkrir heimsþekktir listamenn á alþjóðavettvangi sækja hátíðina heim en ný verk íslenskra listamanna eru einnig, sem endranær, í forgrunni.
 
Mörg verkefni teygja sig langt út fyrir tímaramma hátíðarinnar og Listahátíð fikrar sig einnig út fyrir borgarmörkin, með viðburðum og sýningum á Stykkishólmi, í Árborg og í Landsveit.
 
Tjörnin og Reykjavíkurhöfn verða þungamiðjan í dagskrá hátíðarinnar í borginni,
 
Fjöldi fólks kom niður að Tjörn í veðurblíðunni til að hlýða á nýtt tónverk sem Högni Egilsson flutti á brúnni við Skothúsveg. Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju og Landkotskirkju hljómuðu í bakgrunni á meðan Högni söng og lék á píanó. 
 
Framundan er spennandi dagskrá þar sem kennir ýmissa grasa. Nánari upplýsingar um dagskrá www.listahatid.is