Leikskólastarfsfólk fjölmennir á ráðstefnu

Skóli og frístund

""

Hátt í þrjú hundruð leikskólastarfsmenn í borginni ætla að sitja ráðstefnuna Ég bara læraði það sjálfur sem haldin verður 5. febrúar á Hilton Nordica hótelinu. Þar verður fjallað um mat á námi leikskólabarna og velferð þeirra. 

Á ráðstefnunni verður boðið upp á fjögur áhugaverð erindi, umræður og skemmtan. Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir heldur erindi sem hún kallar Gæði og jafnrétti í skólastarfi á tímum markaðsvæðingar þar sem hún rýnir í hugmyndir um að markaðsvæða skólakerfið og að foreldrar skuli hafi frelsi til að velja það „besta“ fyrir börn sín. Hvaða áhrif getur sú hugmyndafræði haft á jafnrétti, lýðræði og fagmennsku í skólastarfinu?



Þá flytur Anna Sofia Wahlström í leikskólanum í Holti í Reykjanesbæ erindi sem hún kallar Lýðræði og læsi í leikskólanum, Kristín Karlsdóttir lektor við HÍ segir frá námssögum barna sem matsaðferð á leikskólastarfinu og Anna Gréta Guðmundsdóttir leikskólakennari í Sæborg segir frá gildi skráninga í námi ungra barna. Ráðstefnan hefst klukkan 8:30 og stendur til hádegis. 

Ráðstefnustjóri er Ásgerður Guðnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Fífuborg. 

Sjá dagskrá ráðstefnunnar Ég bara læraði það sjálfur.