Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð verður haldin í Reykjavík dagana 20. – 30. mars. Á boðstólum verða fjölmargar myndir fyrir börn á öllum aldri, gæðamyndir, teiknimyndir, íslenskar myndir og erlendar.
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í Bíó Paradís í annað sinn, en í fyrra sóttu á fjórða þúsund barna hátíðina. Sýndar verða áhugaverðar myndir um allt milli himins og jarðar. Leiknar myndir, teiknimyndir, heimildamyndir og stuttmyndir fyrir börn á öllum aldri auk sérviðburða í tengslum við hátíðina. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á heimasíðu Bíó Paradísar.
Sjá einnig dagskrá til útprentunar.
Sérstakt leikskólatilboð verður á hátíðinni á norsku myndina Andri og Edda verða bestu vinir sem sýnd er 21. mars.
Sjá meira um tilboðið.