Hjóladagur Vesturbæjar
Hjóladagur Vesturbæjar verður á morgun, laugardaginn 3. maí við Hagaskóla og hefst kl. 11.00. Þar verður farið í skrúðhjólatúr, hjólakeppni, þrautabrautir o.m.fl. Nemendur úr Hagaskóla verða með heitar veitingar á grillinu á vægu verði, þannig að engin þarf að elda í hádeginu.
Hvetjum til að láta fólk koma með hjólin sín því þar verður einnig boðið uppá minniháttar viðgerðir.
Sjáumst á morgun við Hagaskóla.
Hér með eru myndir frá 2013.