Fundur um Borgartún

Betri hverfi Umhverfi

""

Íbúar og aðrir hagsmunaðilar eru boðnir til fundar um Borgartúnið fimmtudaginn 16. október, en miklar breytingar hafa orðið þar vegna uppbyggingar og endurgerðar götunnar. 

Miklar breytingar hafa orðið við Borgartún undanfarin ár vegna uppbyggingar og nú síðast vegna endurgerðar götunnar. Ljóst er að uppbyggingin heldur áfram og því eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar boðaðir til fundar þar sem kynntar verða deiliskipulagsáætlanir sem annað hvort eru nýlegar eða í vinnslu, farið yfir gatnaframkvæmdir og umferðartalningar, auk þess sem tækifæri gefst til umræðna við skipulagsyfirvöld. 



Dagskrá fundarins



• Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis– og skipulagsráðs, greinir frá framtíðarsýn borgaryfirvalda um Borgartúnið.

• Farið verður yfir nýorðnar breytingar á samgöngum í Borgartúni og reynsluna af þeim.

• Eru aðrar framkvæmdir á borgarlandi á döfinni?

• Hvað gefa skipulagsáætlanir til kynna að muni gerast á svæðinu á næstu árum?

• Umræður.

Fundurinn verður haldinn þann 16. október kl.16:15 í Borgartúni 12, á 7.hæð í fundarsalnum Kerhólum.

Það verður heitt á könnunni og vonumst til þess að sjá sem flesta.