Tennis tekur völdin í Klettaskóla
Nemendur í Klettaskóla skemmtu sér konunglega þegar þeir spiluðu við unglingalandslið Íslands í tennis á alþjóðlega tennisdeginum. Leikar fóru fram í Tennishöllinni í Kópavogi og kom þangað ungt landsliðsfólk tilbúið að leiðbeina og taka þátt í leikjum með nemendum skólans.
Dagurinn var settur með göngu fulltrúa úr báðum hópum undir íslenska fánanum og þjóðsöngnum. Að loknum stuttum ræðum þáðu fulltrúar Klettaskóla gjafir frá Tennissambandinu, tennisspaða og bolta til nota í íþróttasal skólans. Síðan hófst leikjadagskrá undir stjórn Luigi Bartolozzi, tenniskennara og stuðningsfulltrúa í Klettaskóla. Í lokin fengu nemendur flatbökur og gosdrykk.