Styrkir til viðburða á Menningarnótt

Mannlíf Menning og listir

""

Menningarnótt verður haldin í átjánda sinn þann 24. ágúst næstkomandi. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti.

Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Veittir verða styrkir úr Menningarnæturpottinum, á bilinu 50-200 þúsund krónur, til einstaklinga og hópa sem hafa hug á að skipuleggja skemmtilega og frumlega viðburði á Menningarnótt.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Höfuðborgarstofu og Landsbankans sem verið hefur máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Allur fjárstuðningur bankans rennur til listamanna og skapandi einstaklinga/hópa sem koma fram á Menningarnótt.

Hægt er að sækja um styrk úr Menningarnæturpottinum á vefsíðu Menningarnætur  en umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 9. júní. Mótttaka umsókna um þátttöku er til 31. júlí.

Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar veita verkefnastjórar viðburða Höfuborgarstofu, Guðmundur Birgir Halldórsson gudmundur@visitreykjavik.isog Karen María Jónsdóttir karen@visitreykjavik.is, í síma 590-1500. Fjölmiðlatengill er Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, bryndis@visitreykjavik.is, í síma 590-1500.