Vegna vinnu við nýjan upphitaðan hjóla- og göngustíg meðfram Laugavegi verður stuttur kafli á Nóatúni milli Laugavegs og Hátúns lokaður fyrir umferð næstu tvær vikurnar. Framkvæmdirnar eru hluti af lagningu hjóla- og göngustígs frá Hlemmi inn að Elliðarárósum, en búið er að leggja stærstan hluta stígsins og koma fyrir sérstökum umferðarljósum fyrir hjólreiðafólk. Hluti af framkvæmdunum við Nóatún felst í að koma fyrir hjólreiðaljósunum.
Umferð bíla og hjólandi er vísað um hjáleiðir meðan á framkvæmdum stendur. Strætó – leið 12 – þarf að fara lítillega breytta akstursleið og sleppa tímabundið biðstöðvunum: Nóatún Fíladelfía og Þjóðskjalasafn. Tilkynning til farþega hefur verið hengd upp á þessum biðstöðvum.
Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem að framkvæmdum kann að stafa og eru þeir jafnframt beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæði og virða hraðatakmarkanir.