Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru í dag afhent í ellefta sinn og fengu á fjórða tug nemenda í grunnskólum Reykjavíkur viðurkenningu fyrir að skara fram úr í námi og starfi. Alls bárust 35 tilnefningar frá 32 grunnskólum um nemendur í 2. – 10. bekk sem hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs og verið öðrum góðar fyrirmyndir. Nemendaverðlaunin eru veitt fyrir:
- Góðan námsárangur, almennt eða í tiltekinni grein
- Góðar framfarir í námi, almennt eða í tiltekinni grein
- Virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika
- Frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, s.s. skák, boltaíþróttum,sundi, frjálsum íþróttum, dansi, myndlist eða tónlist
- Listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, s.s. í myndlist, tónlist, leiklist, handmennt, dansi eða upplestri
- Félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda
- Nýsköpun eða hönnun, s.s. smíði, hannyrðir eða tæknimennt.
Nemendaverðlaunin voru í formi viðurkenningarskjals og bókar, en verðlaunabækurnar þetta árið voru Mitt eigið Harmagedón eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur og Stiklað á stóru um býsna margt eftir Bill Bryson í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Anna Heiða og Guðni hlutu barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar 2013.
Handhafar nemendaverðlauna 2013
|
1.Sóley Anna Benónýsdóttir |
10. SR |
Austurbæjarskóla |
|
2. Sæmundur Þór Þórðarson |
10. MG |
Árbæjarskóla |
|
3. Þórunn Stefánsdóttir |
7. LB |
Ártúnsskóla |
|
4. Helga Björg Óladóttir. |
6. MM |
Breiðagerðisskóla |
|
5. Birta Víðisdóttir |
9. bekkur |
Breiðholtsskóla |
|
6. Ingibjörg Axelsdóttir |
6. bekk |
Dalskóla |
|
7. Alice Hafsteina Abena Kwakye |
10. KB |
Fellaskóla |
|
8. Lísa Nhung Hong Do |
8. BÞ |
Foldaskóla |
|
9. Hópur 13 |
|
Fossvogsskóla |
|
10. Elín María Árnadóttir |
10. bekkur |
Hagaskóla |
|
11. Ísak Máni Þrastarson |
4. ÁH |
Hamraskóla |
|
12. Birta Líf Atladóttir |
9. GV |
Háaleitisskóli Álftamýri |
|
13. Katrín Ósk Einarsdóttir |
5. EBS |
Háaleitisskóli Hvassaleiti |
|
14. Gunnar Sigurðsson |
10. ESÞ |
Háteigsskóla |
|
15. Björgvin Hall |
9. |
Hlíðaskóla |
|
16. Hákon Örn Grímsson |
10. bekkur |
Hólabrekkuskóla |
|
17. Hulda Berndsen Ingvadóttir |
7. bekkur |
Húsaskóla |
|
18. Elín Boamah Darkoh Alexdóttir |
4. bekkur |
Ingunnarskóla |
|
19. Jessý Rún Jónsdóttir |
10. bekkur |
Kelduskóla |
|
20. Katrín Anna Heiðarsdóttir |
10. bekkur |
Klettaskóla |
|
21. Jón Sævar Sigurðsson |
10. bekkur |
Klébergsskóla |
|
22. Melkorka Davíðsdóttir Pitt |
10. bekkur |
Landakotsskóla |
|
23. Sigríður Þóra Halldórsdóttir |
10. bekkur |
Laugalækjarskóla |
|
24. Reynir Aron Magnússon |
6. S |
Laugarnesskóla |
|
25. Hafliði Hafþórsson |
2. L |
Laugarnesskóla |
|
26. Rósa Minhngoc Ly |
7.JÓ |
Melaskóla |
|
27. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir |
10. bekkur |
Norðlingaskóla |
|
28. Helgi Sævar Þorsteinsson |
10. BAS |
Rimaskóla |
|
29. Inga Lára Stefánsdóttir |
10. JG |
Seljaskóla |
|
30. Stefán Árni Arnarsson |
4. bekkur |
Skóli Ísaks Jónssonar |
|
31. Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir |
10. bekkur |
Sæmundarskóla |
|
32. Selma Björk Hermannsdóttir |
10. bekkur |
Tjarnarskóla |
|
33. Guðlaugur Darri Pétursson |
7. FKT |
Vogaskóla |
|
34. Oddný Guðrún Guðmundsdóttir |
7. bekkur |
Vættaskóla Borgir |
|
35. Breki Örn Sigurðsson |
10. bekkur |
Vættaskóla Engi |