Listahátíð sett á miðbakka Reykjavíkurhafnar

Mannlíf Menning og listir

""

27. Lista­há­tíð í Reykja­vík var sett í dag.  Fjölmenni var viðstatt setningu hátíðarinnar á miðbakka Reykjavíkurhafnar til að sjá og heyra verkið Vessel Orchestra, tíu mín­útna verk Lilju Birg­is­dóttur, þar sem not­ast var við flautur skip­anna í höfn­inni.  Listahátíð stendur til 2. júní og teygir sig inn í lista­söfn, bóka­söfn, tón­leika­sali, bak­garða og borg­ar­landið. Á dag­skránni eru hátt í sex­tíu við­burðir með þátt­töku um sex hundruð lista­manna frá yfir þrjá­tíu löndum. 

Fjöldi nýrra verka er unn­inn sér­stak­lega að beiðni hátíð­ar­innar. Skipin í höfn­inni verða að hljóð­færum, Eld­borg­ar­salur Hörpu lætur í sér heyra í orðs­ins fyllstu merk­ingu, ný íslensk leik­verk fæð­ast í bóka­söfnum borg­ar­innar eftir lokun og tón­skáld, leik­arar, mynd­list­ar­menn og þung­arokks­sveit mæt­ast í eina og sama verk­efn­inu, lif­andi gjörn­inga­sýn­ingu.  Marg­breyti­leiki skynj­unar og upp­lifun áhorf­enda er einnig í fyr­ir­rúmi: Tón­leikar í niða­myrkri, í flygil­rútu, í mara­þon­flutn­ingi, hljóð­laust kór­verk og gjörn­ingur með þátt­töku áhorf­enda eru meðal þess sem gestir hátíð­ar­innar geta upplifað.
 
Á laugardag opnar Elsa Yeoman yfirlitssýningu á verkum Magnúsar Pálssonar í Lista­safni Reykja­víkur. Sýnt verður nýtt verk eftir Magnús Stuna  sem er allt í senn, kór­verk, skúlp­túr og org­el­verk. Sam­starfs­menn Magnúsar í verk­inu eru Árni Páll Jóhanns­son, Björg­vin Tóm­as­son, Pétur Magnús­son og Hörður Braga­son sem stjórnar Íslenska hljóðkórnum.
 
Nánari upplýsingar um dagskrá Listahátíðar í Reykjavík má sjá á heimasíðu: www.listahatid.is.