Blómadagur á Skólavörðustíg

Umhverfi Framkvæmdir

""

Skólavörðustígurinn ber titilinn Blómagata Reykjavíkurborgar og því fagna verslunareigendur og íbúar götunnar árlega með hátíð. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, afhenti sumarblóm til íbúa og verslunareiganda í morgun en hefð er fyrir því að Reykjavíkurborg gefi blómin sem notuð verða til að fegra götuna enn frekar.

Skólavörðustígur hefur öðlast þann sess að vera gata menningar, handverks, hönnunar, sælkera og heilsufæðis og á ári hverju er efnt til ýmissa viðburða við götuna. Blómadagurinn er svo haldinn hátíðlegur og þá er jafnan mikið um dýrðir.