Aníta Hinriksdóttir úr ÍR heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 m hlaupi

Íþróttir og útivist

""

Aníta Hinriksdóttir hljóp til sigurs í úrslitum 800 m hlaupsins í Donetsk í Úkraínu. Aníta er þar með fyrsti Íslendingurinn til að verða heimsmeistari í frjálsum íþróttum!

Aníta fór að venju hratt af stað og fór í gegnum fyrstu 400 metrana á 58,25 sekúndum en Raveyn Rogers frá Bandaríkjunum leiddi fyrri helming hlaupsins. Tími Anítu í hlaupinu var 2:01,13 mín sem er mótsmet en gamla metið var 2:01,67 mín. Aníta hafði þó nokkra yfirburði í hlaupinu en eftir fyrsta hringinn jók hún forystu sína jafnt og þétt og sigurinn var aldrei í hættu. Dureti Edao frá Eþjópíu kom næst á eftir Anítu á tímanum 2:03,25 mín sem er stórbæting á hennar besta árangri og bronsið fer til Raevyn Rogers frá Bandaríkjunum en hún kom í mark á tímanum 2:03,32 mín og bætti sig líkt og Edao.

Við óskum Anítu og þjálfara hennar Gunnari Páli innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!