Stórtónleikar til styrktar BUGL og Líknarsjóði Lkl. Fjörgynjar 8. nóvember
Stórtónleikar til styrktar BUGL og Líknarsjóði Lkl. Fjörgynjar 8. nóvember
Haldnir verða stórtónleikar í Grafarvogskirkju fimmtudagskvöldið 8. nóvember 2012 til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL) og Líknarsjóði Lkl. Fjörgynjar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.00.
Það er Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi sem stendur fyrir tónleikunum.
Þetta eru tíundu tónleikarnir sem Fjörgynjarmenn halda til styrktar BUGL. Á undanförnum árum hafa þeir getað nýtt söfnunarféð m.a. til að gefa BUGL tvær bifreiðar og rekstur þeirra í þrjú ár auk ýmis konar búnaðar sem nýtist skjólstæðingum BUGL, stutt við unglingastarf í Grafarvogi og tekið þátt í matargjöfum um hver jól til aðstoðar fjölskyldum í hverfinu.
Eftirtaldir listamenn koma fram:
|
Ellen Kristjánsdóttir |
Eyjólfur Kristjánsson |
|
Felix Bergsson |
Garðar Cortes |
|
Garðar Thor Cortes |
Gissur Páll |
|
Greta Salome |
Hera Björk Þórhallsdóttir |
|
Jón Jónsson |
Karlakórinn Þrestir |
|
Lay Low |
Magnús Þór og Jóhann |
|
Páll Rósinkrans |
Ragnar Bjarnason |
|
Stefán Hilmarsson |
Valgerður Guðnadóttir |
|
Védís Árnadóttir |
Voces Masculorum |
|
Jónas Þórir |
Þorgeir Ástvaldsson |
Kynnir: Felix Bergsson.
Lionklúbburinn Fold sér um veitingar í hléi.
Verð aðgöngumiða kr. 3.500.
ágóðinn rennur til barna- og unglingageðdeildar LSH og í Líknarsjóð Lkl. Fjörgynjar.
Miðasala á eftirtöldum stöðum:
N1 Ártúnshöfða, Bíldshöfða og Gagnvegi.
Olís Álfheimum og Gullinbrú
Í Grafarvogskirkju 8. nóvember (óseldir miðar)