Stórtónleikar til styrktar BUGL og Líknarsjóði Lkl. Fjörgynjar 8. nóvember

Stórtónleikar til styrktar BUGL og Líknarsjóði Lkl. Fjörgynjar 8. nóvember

Haldnir verða stórtónleikar í Grafarvogskirkju fimmtudagskvöldið 8. nóvember 2012 til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL) og Líknarsjóði Lkl. Fjörgynjar.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.00.

Það er Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi sem stendur fyrir tónleikunum.

Þetta eru tíundu tónleikarnir sem Fjörgynjarmenn halda til styrktar BUGL.  Á undanförnum árum hafa þeir getað nýtt söfnunarféð m.a. til að gefa BUGL tvær bifreiðar og rekstur þeirra í þrjú ár auk ýmis konar búnaðar sem nýtist skjólstæðingum BUGL, stutt við unglingastarf í Grafarvogi og tekið þátt í matargjöfum um hver jól til aðstoðar fjölskyldum í hverfinu.

Eftirtaldir listamenn koma fram:

 

Ellen Kristjánsdóttir

Eyjólfur Kristjánsson

Felix Bergsson

Garðar Cortes

Garðar Thor Cortes

Gissur Páll

Greta Salome

Hera Björk Þórhallsdóttir

Jón Jónsson

Karlakórinn Þrestir

Lay Low

Magnús Þór og Jóhann

Páll Rósinkrans

Ragnar Bjarnason

Stefán Hilmarsson

Valgerður Guðnadóttir

Védís Árnadóttir

Voces Masculorum

Jónas Þórir

Þorgeir Ástvaldsson

 

Kynnir: Felix Bergsson.

Lionklúbburinn Fold sér um veitingar í hléi.

Verð aðgöngumiða kr. 3.500.

ágóðinn rennur til barna- og unglingageðdeildar LSH og í Líknarsjóð Lkl. Fjörgynjar.

 

Miðasala á eftirtöldum stöðum:

N1    Ártúnshöfða, Bíldshöfða og Gagnvegi.

Olís   Álfheimum og Gullinbrú

Í Grafarvogskirkju 8. nóvember (óseldir miðar)