Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 - Kjörstaðir í Reykjavík

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

 

Kjörstaðir í Reykjavík

 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður:          Í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Hagaskóli                                            Ráðhús

Hlíðaskóli                                            Laugardalshöll

Breiðagerðisskóli                                 Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi

Ölduselsskóli                                       Vættaskóli Borgir 

                                                              (áður Borgaskóli)

Íþróttamiðstöðin Austurbergi                Ingunnarskóli

Árbæjarskóli                                        Klébergsskóli

Ingunnarskóli                                     

 

Kjörfundur hefst laugardaginn 20. október kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði.

 

Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00.

Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00.

 

Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður

 

Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október nk. liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. október nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is.

Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá.

 

 

Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður

Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður

Skrifstofa borgarstjórnar