Krílakot - leikaðstaða - veitingar - félagsskapur
Nú hefur verið útbúin aðstaða fyrir foreldra og krílin þeirra í Vesturreitum á Aflagranda 40. Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 9.00 - 16.00 og er öllum opin. Húsið er rúmgott og bjart með gott aðgengi fyrir barnavagna. Hægt er að hafa þá innandyra sem og utandyra. Internettengd tölva er á staðnum sem og þráðlaus tenging fyrir fartölvur. Við hlið hússins er einnig lítið leiksvæði, bekkir, borð og stólar sem kjörið er að nýta sér þegar vel viðrar.
Kjörið fyrir foreldra, mömmu – og pabbahópa, barnapíur, ömmur og afa.
Einnig er hægt að kaupa sér kaffi og meðlæti á góðu verði og boðið er upp á heimilislegan mat í hádeginu sem þarf að panta fyrir kl. 9.30 í síma 411 2707.
Félagsmiðstöðin á facebook.