Innköllun á vöru vegna innihaldslýsingar

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Efni:  Ómerktur ofnæmis- og óþolsvaldur (mjólkurprótein) á umbúðum Euro Shopper núðla með kjúklingabragði („Euro Shopper Noodles with chicken flavour“).

Aðföng hafa tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun af markaði á einni tegund af Euro Shopper núðlum vegna þess að varan inniheldur afurð úr mjólk (mjólkurprótein) sem ekki er tilgreind í innihaldslýsingu vörunnar.   

Vöruheiti:  Euro Shopper núðlur með kjúklingabragði (e. „Euro Shopper Noodles with chicken flavour“).

Strikanúmer: 7318690019572.

Nettóþyngd: 85 g.

Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar.

Umbúðir: Plastpokar.

Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaupa um land allt.

Mjólk og mjólkurafurðir eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. 

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólk og mjólkurafurðum.   Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir mjólk og mjólkurafurðum eru beðnir um að farga henni eða skila við fyrsta tækifæri til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.  Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Aðföngum í síma 530 5645 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is

Tengill

Tilkynning Aðföng.