Berjast við klakann
Aðstæður í Reykjavík eru víða enn erfiðar fyrir gangandi vegfarendur og er unnið við að ná niður klaka á götum og gangstígum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar fóru eldsnemma í morgun af stað og báru sand á klakabunka í öllum hverfum við skóla, leikskóla, sundlaugar og á gönguleiðum samkvæmt forgangsáætlun.
Heflar eru notaðir til að ná niður klakanum í húsagötunum en það er tafsamt verk. Í dag eru eru níu heflar í verkefnum í Foldahverfi, Árbæ, Breiðholti, Fossvogi, Vogum, Sundum, Teigum, Þingholtum, miðborginni og Vesturbæ. Þá eru átta traktorar á gönguleiðum við söndun en þeir vinna illa á klakanum þar sem hann liggur enn undir. Einnig er verið að dreifa sandi víðar með tækjum af ýmsu tagi.
Í dag eru 55 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum að vinna við snjóhreinsun og hálkuvarnir og hafa þeir 28 tæki til afnota. Brugðist er við ábendingum sem koma til símavers í síma 4 11 11 11 og í tölvupósti á netfangið upplysingar@reykjavik.is.
Margir íbúar nýttu sóttu sér salt og sand á hverfastöðvarnar um helgina. Sú þjónusta verður áfram í boði. Sjá upplýsingar um staðsetningu hverfastöðvanna og þjónustutíma þeirra.
Almennar upplýsingar um snjóhreinsun og hálkueyðingu.