Austurbæjarskóli sigraði Skrekk 2012
Jón Gnarr borgarstjóri, í fylgd ungs sonar síns, afhenti Austurbæjarskóla Skrekksstyttuna í lok spennandi úrslitakvölds í Borgarleikhúsinu. Skólinn sigraði með atriðinu Krítería með afar frumlegu dansatriði. Nemendur úr átta skólum, Ölduselsskóla, Háteigsskóla, Ingunnarskóla, Kelduskóla, Fellaskóla, Hlíðarskóla, Austurbæjarskóla og Breiðholtsskóla kepptu um Skrekkinn, og voru þeir dyggilegar studdir félögum úr sínum skólum.
Í öðru sæti var Ingunnarskóli með atriðið Okkur er ekki sama og Hlíðaskóli í því þriðja með atriðið Stína og strákarnir.
Atriði Austurbæjarskóla fjallaði um þá grimmd sem að víða leynist gagnavart þeim sem reyna að brjóta sig út úr norminu. Nemendur túlkuðu í dansi einstaklinga sem að finna fyrir þrýstingi að tilheyra ákveðnum hópi. Þetta gerðu þau með því að búa til vél sem að hreyfðist í takt og hver einstaklingur var aðeins viljalaust tannhjól, hins vegar fer allt úr skorðum þegar ein veran fær sjálfstæða hugsun.
Að vanda var húsfyllir í Borgarleikhúsinu og ærandi stemmning á úrslitakvöldinu sem að þessu sinni var í beinni útsendingu á PoppTíví og á visir.is. Jón Jónsson kom og söng lagið All, You, I við rífandi undirtektir bæði keppenda og áhorfenda.
Við óskum öllu því hæfileikafólki sem að tók þátt í Skrekk 2012 til hamingju með árangurinn.
Sjá fleiri myndir á FB-bókarsíðu Skrekks