Alþjóðlegur móðurmálsdagur - okkar mál!

Alþjóðlegur móðurmálsdagur er í dag, þriðjudaginn 21. febrúar. Af því tilefni verður dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15 og hefst hún kl. 17.



Dagskrá:

Kl. 17.00

Skemmtiatriði á vegum félagsins Móðurmál



Kl. 17.30-18.30

Tungumálatorg

Á tungumálatorginu verður hægt að nálgast hin mismunandi móðurmál á margvíslegan hátt, hlusta á sögur, búa til ljóð, fara í leiki og annað.



- „Lifandi tungumál“, viltu fræðast um japönsku, ítölsku, tékknesku eða önnur tungumál? Gríptu tækifærið og fáðu „lifandi tungumál“ að láni!



- Sögustundir á ýmsum tungumálum.



- Dimmalimm-leikur á mörgum tungumálum.



- „Öll fallegu orðin“, skrifaðu falleg orð á þínu móðurmáli og leyfðu þeim að prýða vegginn.



- Klippiljóð, settu saman ljóð eða stuttan texta á þínu móðurmáli eða blandaðu tungumálum saman á skemmtilegan hátt.



- Tungumálabásar, fulltrúar ólíkra tungumála kynna sitt tungumál og menningarheim.



- Kynningarbásar, félagið Móðurmál, tungumalatorg.is, Skóla – og frístundasvið, Bókmenntaborgin og Borgarbókasafn kynna ýmsa starfsemi sem tengist málefninu.



- Á staðnum verða barnabækur á ýmsum tungumálum, fróðleiksmolar um tungumál og skemmtilegt fólk frá öllum heimshornum.



Frú Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur samkomunnar.

Markmið dagskrárinnar er að vekja athygli á tungumálum og menningarheimunum sem fylgja þeim og að skapa gleði og stolt hjá börnum sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Málið okkar er okkar mál.

Allir velkomnir.