Viðbygging við leikskólann í Hulduheimum

Framkvæmdin felur í sér viðbyggingu allt að 265 m2 og lóðarframkvæmd við leikskólann Hulduheima í Vættaborgum 11.
Verkið felst í að steypa upp, einangra og klæða að utan viðbyggingu við leikskólann Hulduheima.

Verkið felst í jarðvinnu, lagningu botnlagna, uppsteypu, gluggaísetningu og fullnaðarfrágangi að utan sem innan nýrrar leikskólabyggingar sem byggð verður við núverandi leikskólabyggingu Hulduheima. Öll tækni – og lagnakerfi hússins s.s. loftræsikerfi, vatns- , og raflagnir í 265 m2 húsnæði. Einnig eru lóðarframkvæmdir hluti af verkinu.

Full starfsemi verður í núverandi leikskóla á meðan á framkvæmdum stendur. Við hönnun byggingarinnar hefur verið lögð áhersla á að láta nýja viðbyggingu falla vel að núverandi byggingu þannig að þær myndi eina samfellda heiid. Í nýrri viðbyggingu er gert ráð fyrir 33 börnum.
Framkvæmdatímabil er áætlað frá 2025-2026. Framkvæmdin er i útboði og áætlað að því ljúki lok mars.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Hvað verður gert?

Fyrsti hluti framkvæmdarinnar felur í breytingu á lögnum sem liggja að núverandi byggingu. Er sú framkvæmd unnin í samvinnu við Veitur. 

Hvernig gengur?

Viðbygging við leikskólann í Hulduheimum

Framkvæmdir fyrir viðbyggingu við Hulduheima er í útboðsferli. 

 

Alls bárust sjö tilboð í framkvæmdir vegna viðbyggingar við Hulduheima. Verið er að yfirfara tilboðin. 

Síðast uppfært 28.03.2025