Vatnsstígur - Endurnýjun götu

Verkið felst í endurnýjun á yfirborði og veitum í Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu.
Framkvæmdatími: Ágúst 2024 - Maí 2025
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Jarðvinna:
Jarðvegsskipta á í götunni og því töluverður uppgröftur sem leiðir til þess að lokað verður á umferð bíla um götuna á framkvæmdatíma. Aðgengi gangandi að lóðum og inngöngum verður tryggt.

Veitur:
Gatan verður upphituð og snjóbræðsla lögð í allt göturýmið. Borgarlýsing verður uppfærð; nýir götuljósastrengir, stólpar og lampar. Lögð verður tvöföld fráveita sem tengd verður núverandi fráveitukerfi í Laugavegi og Hverfisgötu. Lagðar verða nýjar kaldavatnslagnir og hitaveitulagnir. Rafveita verður uppfærð að einhverju leiti.

Yfirborðsfrágangur:
Nýtt yfirborð götu verður hellulagt ásamt gróðurbeðum og blágrænum ofanvatnslausnum. Gatan verður göngugata en aðgengi bíla að lóðum verður tryggt.

 

Hvernig gengur?

Júní 2024

Verkhönnun er í gangi. Þegar henni lýkur verður verkið boðið út til framkvæmda. Stefnt er á að framkvæmdir hefjist eftir Menningarnótt og ljúki að mestu leyti á þessu ári. Vonandi verður gróðursetning nánast það eina sem teygir sig inn í 2025.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verktaki

Eftirlit framkvæmda

Verkhönnun

Hnit verkfræðistofa hf.
Síðast uppfært 27.06.2024