Norðlingaholt - Nýr stígur og jarðvegsmanir

Gerð jarðvegsmana meðfram Breiðholtsbraut ásamt nýjum stíg með lýsingu aftan við hús við Elliðabraut.
Áætlaður framkvæmdatími: Júní 2023 - Október 2023
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Mynd

Hvað verður gert?

Stígagerð

Verkið felst í gerð göngustígs. Jarðvegsskipt verður undir stíg samkvæmt kennisniðum. Innifalið er malbikun stígs og allur frágangur annar. Innifalið gerð hellulagðra stígtenginga. Innifalið er einnig gerð steinlagðrar, upphækkaðrar þverunar stígs yfir götu.

Jarðvegsmanir

Verkið felst í gerð jarðvegsmana. Allt efni í nýjar manir skal tekið af svæðinu. Frágangur mana með grassáningu er innifalin.

Veitulagnir

Fráveita: Verkið felst í að koma fyrir svelgjum og tengingar.

Stíglýsing: Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt þvi að reisa ljósastólpa.

Helstu magntölur í verkinu eru:

  • Upprif á malbiki 80 m2
  • Gröftur og gerð jarðvegsmana 7.100 m3
  • Fylling í stíga 1.010 m3
  • Malbikun 1.300 m2
  • Hellulögn 150 m2
  • Þökulögn 700 m2
  • Grassáning 8.000 m2
  • Regnvatnslagnir 40 m
  • Ljósastólpar 12 stk.
  • Rafstrengir 410 m

Hvernig gengur?

Júlí 2024

Lokaúttekt fór fram 4. júlí 2024. Ein smávægileg athugasemd um brotna hellu var gerð og var verktaki fljótur að bregðast við því. Búið er að setja lampa á ljósastaura. Búið er að sá í manir og önnur hliðarsvæði.

Verki er því lokið og þakkar Reykjavíkurborg verktaka og eftirliti fyrir samstarfið að sinni. Ábyrgðarúttekt mun fara fram að ári.

Janúar 2024

Verki er nánast lokið. Stígur er fullkláraður ásamt borgarlýsingu. Það sem á eftir að gera er að fullklára jarðvegsmön vestast og síðan þarf að sá í allar manir og hliðarsvæði. Beðið var með lagningu doppuhellna í áherslusvæði við þverun á rampi þar til vinnuvélar eru hættar að aka um svæðið. Stefnt er að klára eftirstöðvar þegar nær líður vori.

Ágúst 2023

Verktaki hefur mótað jarðvegsmanir, jarðvegsskipt fyrir nýjum stíg og stillt af í hæð. Einnig er búið að setja niður ljósastólpa. Næst á dagskrá er að tengja ljósastólpa. Í framhaldinu hefst yfirborðsfrágangur.

Hver koma að verkinu?

Verktaki

Urð og grjót ehf

Yfirstjórn verktaka

Garðar Þorbjörnsson

Tækni- og mælingamaður verktaka

Hilmar Egilsson

Eftirlit framkvæmda

Kristján Ingi Gunnlaugsson hjá VSÓ Ráðgjöf

Eftirlit framkvæmda

Ólafur Hermannsson hjá VSÓ Ráðgjöf
Síðast uppfært 24.07.2024