Mjölnisholt - gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir
Hvað verður gert?
Núverandi fráveitulögn verður endurnýjuð með tvöföldu kerfi regnvatns- og skolps. Einnig verður ný vatnslög fyrirliggjandi heimæðar og ný niðurföll tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum.
Samfara endurnýjun lagna verður götukassi endurnýjaður að hluta með fullnaðarfrágangi undirbyggingar í samræmi við snið, gróðurbeðum blágrænna lausna, nýrri hellulögn í gang- og götustæði ásamt nýju snjóbræðslukerfi undir hellulögn. Gengið verður að fullu frá fæðistrengjum rafmagns í jörðu og verður einnig götulýsing endurnýjuð. Að auki verður veggur við gangstétt austan megin klæddur af með plöntum.
Tímabundinn yfirborðsfrágangur verður á svæði við Laugaveg þar til framkvæmdir við Borgarlínu hefjast þar sem samræma þarf hönnun þess svæðis við það verkefni.
Hvernig gengur?
Framkvæmdir á áætlun - hellulögn í gangi
Vinna við hellulögn er nú í gangi, unnið upp frá Laugavegi þ.a. hægt verði að opna aðgengi að bílakjöllurum þegar sú vinna er komin nægilega langt. Gert er ráð fyrir að það náist að opna aðgang að bíllakjöllurum 16 október.
Vinna við gatnamótin við Stakkholtið er áætluð um mánaðarmótin og svo áfanginn til norðurs í áttina að Brautarholti.
Verkefnið er enn talið vera á áætlun og reiknað með að hægt sé að ljúka því í lok nóvember en má lítið fara úrskeiðis.