Leikskólinn Klambrar, endurgerð lóðar 2023, 2. áfangi (seinni áfangi).

Verkið er 2. áfangi í endurgerð lóðar leikskólans Klambra við Háteigsveg 33, 105 Reykjavík. Svæðið sem um ræðir er syðri hluti lóðarinnar en teygir sig til norð-austurs og er um það bil 1200 m².
Ágúst til desemberloka.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Leikskólinn Klambrar, endurgerð lóðar 2023, 2.áfangi - myndir

Hvað verður gert?

Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.

Hvernig gengur?

Desember

Smíðavinna á lóð hafin, t.d. setbekkir og grinverk í kringum ungbarnasvæði, stefnt að því að klára smíðavinnu og aðra verkliði sem eftir eru í desember. Ungbarnarennibraut er kominn og verið að setja niður. Beðið er eftir þverslám í rólur áður en klárað er að setja þær upp.

Nóvember

Útikennslusvæði klárarð, jafnvægisdrumbar settir upp , stubbalögn kláruð, stoðir fyrir regnbogagöng steyptar og reistar. Megnið af leiktækjum sett niður eins og t.d. trampólín og leikkofi. Ungbarnarennibraut og róluslár vantaði í sendingu frá leiktækjaframleiðanda, verður sett upp í desember. 

Október

Búið að ljóka við uppsetningu á ljósastaurum og lömpum, lýsing komin á þennan hluta lóðar. Tyrfing í gangi í nokkuð góðri tíð. Snjóbræðsla lögð að ungbarnasvæði.

Hver koma að verkinu?

Kristján Ingi Gunnlaugsson - VSÓ Ráðgjöf

Eftirlitsmaður í verki

Andri Þór Andrésson

Verkefnastjóri í verki

Jóhannes Pétur Héðinsson - Vogaklettur ehf

Verktaki í verki
Síðast uppfært 13.11.2024