Kjarvalsstaðir – aðkomusvæði
Yfirlitsmynd
Hvað verður gert?
Um er að ræða endurgerð á tröppum við aðkomutorg við Flókagötu, koma fyrir hjólastólarampa og merkingum fyrir blinda og sjónskerta, uppsetningu á lýsingu og handriði við tröppur. Um er að ræða jarðvinnu, upprif, uppsetningu búnaðar og lýsingu ásamt frágangi yfirborðs og snjóbræðslu.
Hvernig gengur?
Nóvember 2023
Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í viku 48 eða um mánaðarmót nóvember og desember.
Janúar 2024
Framkvæmdin snjóaði inni og ekki hefur verið hægt að halda áfram með hana á nýju ári vegna kuldatíðar.
Febrúar 2024
Framkvæmdin hefur tafist vegna kuldatíðar en um miðjan febrúar er áætlað að byrja að helluleggja hjólastólarampinn meðfram tröppum.
Hver koma að verkinu?
Hönnun
Verkfræðistofa Reykjavíkur ehf.
Liska ehf.