No translated content text
Hólabrekkuskóli - endurgerð
Framkvæmd
Hvað verður gert?
Fyrsta skref
Frumhönnun og þarfagreining leiddi í ljós að fara þurfti í frekari breytingar á húsnæði á nýjasta hluta skólans, húsi 4 að innan en reiknað var með í upphafi verks að auki komu í ljós að endurbætur glugga, þaks og útveggja verða umfangsmeiri en upprunalegu áætlunir gerðu ráð fyrir. Að þeim sökum hefur verkefnið dregist en nú er reiknað er með að framkvæmdum ljúki í húsi 4 á vormánuðum 2026.
-helstu breytingar eru þessar: Bætt aðgengi að húsinu (meðal annars sett upp ný lyfta). Brunavarnir uppfærðar, kennslustofur stækkaðar og bætt við vinnurýmum kennara, hljóðvist stórbætt, húsið verður klætt að utan, þakfrágangur uppfærður ásamt því að gluggakerfi er endurnýjað í heild sinni.
Annað skref
Hús 3 og 2 verða uppfært með tilliti til aðgengis, brunavarna, hljóðvistar og bætt loftræstikerfi. Skólaeldhús verði uppfært, matsalir kennara og nemenda verða endurgerðir, húsið klætt að utan og nýtt þak sett á húsið. breytt að innan, kennslustofum fjölgað, brunavarnir bættar, hljóðvist og ljósvist betrumbætt, endurnýjaðar lagnir, nýtt þak og byggt yfir inngarðinn sem nýtist sem hluti af matsal og osfr
þriðja skref
Enn er verið að skoða hversu langt verður gengið með endurbætur á húsi 1 (elsta húsið) en ljóst er að endurgera þarf útvegg að innan að stærstum hluta og uppfæra brunavarnir skólans.
Hvernig gengur?
Nóv 2024
Hönnuna-og útboðsgögn fyrir hús 4 eru tilbúin-
reiknað er með að auglýsa útboð í nóvember 2024 og opnun verði í janúar 2025
Aðalhönnun fyrir hús 1-3 er nánast tilbúin og sérhönnun (tæknihönnun) hafin
Júlí 2024
Heildstæð hönnun á öllum 4 húsum Hólabrekkuskóla - þarfagreining og skilgreining húsnæðis er á lokametrum.
Deili-og sérhönnun á húsi 4 er í fullum gangi og er reiknað með að útboð á framkvæmdum í húsi 4 verði á haustmánuðum.
Frumhönnun á húsum 1-3 er á lokametrum, deili-og sérhönnun mun hefjast að loknu sumri.
Hver koma að verkinu?
VSÓ framkvæmdaráðgjöf og verkstýring
Atli Örn Hafsteinsson atli@vso.is
Verksýn -Byggingastjórn og framkvæmdaeftirlit
Einar Hannesson einar@verksyn.is