Hlíð, Sólhlíð – Endurgerð húsnæðis
Myndir
Hvað verður gert?
Um er að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd þar sem til stendur meðal annars að einangra húsið að utan, setja múrklæðningu á það og laga sprungur í útveggjum. Nýir gluggar eru komnir í húsið en skipta á um útihurðir. Innandyra þarf að spartla og mála veggi auk þess að endurnýja gólfefni og setja upp innréttingar og hurðir. Skipta skal út öllum fráveitulögnum, neysluvatnskerfi og hitakerfi. Sett verður loftræsikerfi með nýjum brunalokum og loftstokkum. Gólfhita og snjóbræðslu verður bætt við þar sem á við. Raflögnum, tenglum og lýsingu verður skipt út og ljósastýringarkerfi verður innleitt ásamt því að uppfæra brunaviðvörunarkerfi. Aðgangsstýringu verður bætt við.
Hvernig gengur?
Nóvember 2025
Tilboð lægstbjóðanda var endanlega samþykkt þann 12. nóvember 2025.
Startfundur var haldinn í mánuðinum og farið var yfir komandi framkvæmd.
Byggingaráform hafa þegar verið samþykkt af byggingarfulltrúa, nú þarf að skrá byggingarstjóra og iðnmeistara í byggingarframkvæmdinni svo hægt sé að fá byggingarleyfi. Þegar byggingarleyfi er útgefið er hægt að hefja framkvæmdir.
Ágúst 2025
Reykjavíkurborg óskaði eftir tilboðum í framkvæmdarverkið, útboð 16198.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 7. október 2025.
Áætluð framkvæmdalok útboðsverksins eru 1. april 2027.
Eftir það taka við skoðanir og úttektir, búnaður og standsetning húsnæðisins.
Ráðgert er að skila húsinu til notenda/skóla- og frístundasviðs í desember 2027.
Desember 2024 - Ágúst 2025
Unnið var að fullgera útboðsgögn fyrir framkvæmdarverkefni.
Aðaluppdrættir voru samþykktir í janúar ´25 og byggingaráform samþykkt í kjölfarið.
Sameina þurfti lóðir Engihlíðar 6 og 8 og þinglýsa sameiningu.
Nóvember 2024
Sérteikningar eru í vinnslu ásamt endanlegum útboðssgögnum-
fyrir séð að hægt verði að bjóða endurgerðum fljótlega á nýju ári.
okt 2024
Skipulagsfulltrúi hefur samþykkt tillögu að lyftuhúsi við norðugafl hússin
hönnuður er að klára aðaluppdrætti til að leggja til byggingarfulltrúa að nýju
Júlí 2024
Unnið að niðurrifi að innan.
Nýjar drenlagnir í vinnslu.
Hönnun á klæðningu og innra skipulagi á lokametrum.
Maí 2024
Umsókn um álklæðningu að utan synjað af skipulagsfulltrúa. Unnið að öðrum útfærslum.
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds
Hönnuðir
- Hönnunarstjórn og arkitekt
Efla Verkfræðistofa
- Burðarvirki, Lagnir
Hildiberg hönnunarhús
- Rafkerfi
Blikksmiðurinn
- Loftræsikerfi
Landmótun
- Landslagsarkitekt
Örugg verkfræðistofa
- Brunahönnun