Hlíð - Sólhlíð – endurgerð

Húsnæði leikskólans Sólhlíðar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
2023-2025
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss, endurgerð að innanverðu jafnt sem utanverðu.

Húsið verður drenað en allar aðrar lagnir endurnýjaðar ásamt raflögnum.

Útveggjum hússins verður viðhaldið og verða í framhaldinu einangraðir og klæddir að utanverðu. 

Gluggar verða endurnýjaðir og loftræsingu komið fyrir. 

Frágangur að innanverðu felst í minniháttar endurskipulagningu á grunnplani svo betur megi mæta nútíma kennsluháttum.

Hvernig gengur?

Júlí 2024

Unnið að niðurrifi að innan.

Nýjar drenlagnir í vinnslu.

Hönnun á klæðningu og innra skipulagi á lokametrum.

Maí 2024

Umsókn um álklæðningu að utan synjað af skipulagsfulltrúa. Unnið að öðrum útfærslum. 

Hver koma að verkinu?

Reykjavíkurborg

Verkkaupi

Noland Arkitektar

Hönnun útlits og innra skipulags

Verksýn

Samræming og teikning séruppdrátta
byggingarfræðingar og eftirlit framkvæmda

Efla

Lagnahönnun Byggingareðlisfræði kostnaðaráætlun
Síðast uppfært 08.07.2024